Icelandic Language Blog
Menu
Search

Reading Exercises, oh my! Posted by on Sep 30, 2017 in Icelandic culture, Icelandic grammar

I was recently asked to start writing book reviews for Icelandic children’s books. So for the past few days, I’ve been reading a number of novels for youngsters. One of the authors, Ævar Þór Benediktsson, is also Ævar vísindamaður, whose tv program I highly recommend for practicing your listening. So I’ve been thinking quite a lot about the benefits of these books as study materials for Icelandic as a second language – what is gained from the (sometimes) tedious work of making your way through an entire book in your second, or third, or fourth language.

Children/young adult novels, in particular, are useful for learners because of the repitition of words. The book I’m reviewing now repeats, e.g., the word “svakalega” over and over, which means “tremendously, really, awfully” and is stronger than “mjög,” e.g., and tonally different than “ofsalega” (literally: violently; figuratively: very, very, very, very) or  “ægilega” (extremely/terribly). More on that later.

But, since I wasn’t able to find any of his books that were already publicly available, I’m going to post an excerpts  (in English) from books that are intended for the same reading level, or that seem, to me, plain-spoken enough the be understandable with a little work. We´ll end on some vocabulary to learn. You´ll notice that there´s a lot of passive voice excerpt.

The excerpt that I’d like to share is a book I’ve mentioned before: Benjamín dúfa, by Friðrik Erlingsson. You’ll see in the first sentence the word “vopnasmiðja” – or a weaponry-workshop. The story is, in fact, a coming-of-age tale recounted through Benjamín (and his friends’) adventures in pretend – pretending to be knights. Throughout the story, they learn – as knights and kids – about ethics and loyalty, about love and pain, loss, abuse: in other words, they learn about justice (réttlæti – ð) and injustice (ranglæti – ð). Without further delay:

 

Brot úr Benjamín dúfu

Bílskúrnum heima hjá Róland hafði verið breytt í vopnasmiðju. Botninn var skorinn úr málningarfötum úr járni, þær klipptar til, barðar saman og lóðaðar, slípaðar og pússaðar og þá var kominn hjálmur sem síðan var fóðraður að innan. Skildir voru gerðir úr krossviði. Fyrst var formið teiknað á viðinn, síðan var hann sagaður út og svo tekinn í sundur í miðjunni. Skildirnir áttu nefnilega ekki að vera flatir heldur íhvolfir. Þá var tekinn listi sem búið var að hefla aðeins til, skjaldarhelmingarnir festir við hann með lími og síðast var allt neglt rammlega. Skoran sem myndaðist framan á skildinum var fyllt með trésparsli, slípuð vandlega og síðast var skjöldurinn lakkaður. Sverðasmíðin var öllu meiri nákvæmnisvinna. Fyrst þurfti að hefla blaðið og það var mikið vandaverk. Hjöltun voru gerð sérstaklega og hver og einn hafði mismunandi gerð af hjöltum. Andrés vildi sverð eins og Prins Valiant. Baldi vildi hafa íbjúgt sverð, ég hafði mitt beint en blaðið var breiðast fremst.

Mamma hans Balda fékk það erfiða verkefni að sauma skikkjur og vesti. Við urðum hins vegar að útvega efnið sjálfir og það varð þrautin þyngri. Andrés (sem vildi hafa allt flottast) gafst ekki upp fyrr en mamma hans samþykkti að fara með honum í vefnaðarvörubúð og kaupa efni í skikkjuna. Hann varð ekki ánægður fyrr en hann fékk loðkraga á hana í þokkabót. Niðri í geymslu fann hann gamlan leðurstól sem hann tók áklæðið af til að nota í vesti. Og aumingja manna hans Balda var í marga daga að glíma við að sauma vestið hans Andrésar. Skikkjan mín var silfurgrá gardína með upphleyptu flauelsmynstri og hafði einhvern tíma hangið fyrir stofugluggunum svo það var nóg efni í vesti líka. Baldi fékk þykka dimmrauða skikkju með gullbryddingum og vesti úr marglitu flaueli sem myndaði tíglamunstur. Dagana sem mamma hans var að sauma notuðum við til að mála skildina og sverðin. Við ákváðum að á skildinum yrði táknmynd sem hver og einn veldi fyrir sig. Andrés gat ekki gert upp við sig hvort hann vildi hafa öskrandi ljón með vængi eða svart pardusdýr með glóandi augu svo á endanum ákvað hann að hafa tvíhöfða svartan örn á rauðum grunni með útbreidda vængi og hvassar klær. Baldi hafði hvítan einhyrning á bláum grunni. Honum fannst hestar svo fallegir þótt hann væri dauðhræddur við þá. Einhvern tíma þegar hann var lítill hafði hann verið settur á hestbak og varð svo hræddur að han fór að grenja hvar sem hann sá hest þótt hann væri langt í burtu. en þeir voru samt uppáhaldsdýrin hans þótt hann þyrði ekki að koma nálægt þeim.

– Og einhyrningar, sagði hann, eru fallegastir. Þeir eru konungar hestanna.

Ég valdi mér hvíta dúfu á dökkgráum grunni.

Þá var bara eftir að útbúa skjaldarmerki Rauða drekans framan á vestin. Það var klippt út úr rauðu filti og límt á hvítan filtgrunn og síðan límt og saumað framan á vestisbrjóstið.

Það voru hátíðlegir og alvarlegir ungir riddarar sem stilltu sér upp fyrir framan stóra spegilinn heima hjá Balda, íklæddir þessum dýrlegu klæðum, með trésverð við síðu og skjöld í hendi. Það var augnablik þrungið merkingu sem við fundum allir en gátum ekki útskýrt. Þetta var ekki bara leikur. Á bak við þessa búninga og þessi vopn var heilagur tilgangur, ákvörðun sem ekki varð haggað: Gegn ranglæti, með réttlæti. Og í speglinum sáum við þennan tilgang, þessa ákvörðun verða að raunveruleika. Við vorum riddarar, stríðsmenn réttlætisins, reiðubúnir til baráttu.

 

Orðaforði//Some Vocabularly From The Story

  1. Botninn var skorinn úr málningarfötum: passive voice. “The bottom was cut out of a paint bucket”
    –skera = to cut; skera úr = to cut out. Úr always takes the dative. So Málningarfata, which is a compound word (málning = paint (f) and fata = bucket (F).
  2. Hjálmur sem síðan var fóðraður: passive voice.  “A helmet that previous was lined on the inside”
    Fóðraður is from fóðra, meaning “to line”. It has the suffix “-aður,” which is used to turn a verb into an adjective.
  3. Að innan = on the inside.
  4. Fyrst var formið teiknað á viðinn: passive voice. “First the form was drawn/traced on the wood”
    Of note: you’ll see how the word order changed here; in a nutshell, the verb comes before the subject if there’s a word like “fyrst,” “‘i águst,” “allt í einu,” at the beginning of the sentence or clause. Note to self: return to word order later.
  5. Nefnilega: Namely; that is to say
  6. Íhvolfir:  Plural masculine form of íhvolfur, meaning “concave”
  7. Lím: Glue (n)
  8. Rammlega: Adverb. Strongly, sturdily.
  9. Nákvæmnisvinna: Precision work, precise work. Compound word: nákvæmni + possessive ending (-s) + vinna.
  10. Hver og einn hafði mismunandi gerð af hjöltum: “Each and every one of us had a different type of holt/handle”
    –Hver og einn – each of us/each
    –Mismunandi: different/various. This adjective doesn’t decline. 🙂
    –Gerð af: types of/makes of. Af always takes dative.
  11. Verkefni – This word can mean a lot of different things depending on context. Generally: “project/assignment/task” Heimaverkefni = homework.
  12. Ánægður = the state of being pleased or satisfied.
    Ég er ánægð með það/yfir einkunninni minni (I’m pleased with that/I’m pleased over my grade”
  13. Skikkja = a robe (f)
  14. Táknmynd  = Symbol/icon (f); velja fyrir sig = choose/choose for yourself
  15. Einhyrning: Unicorn! (f)
  16. Dauðhræddur við þá: scared to death of them (við takes accusative)
  17. Að grenja: scream, shout; grenjandi rigning = pouring rain
  18. Konungar hestanna: Choose this because it shows the possessive in action. This means “kings of the horses”. You can also use “af,” in which case you would use dative. “kongungar af hestunum.”
  19. Hátíðlegir: In this context, it means something like “serious” rather than “festive,” in my reading. “Regal” might be the right word. There are two terms this might refer to: hátíðleiki (solemnity) or simply “hátíð” – a festival (literally “high time”). Dictionary says that this word means: “sem hefur hátíðarblæ, virðulegur;” — that which has a celebratory-felling, respectable.” This is one of those words that’s a teaching-tool because they require a closer look. 🙂
  20. Alvarlegir – serious (like straight-faced-serious)
  21. Með trésverð við síðu og skjöld í hendi – “With wooden swords at (our) sides and shields in (our) hands.”
    Trésverð is in accusative plural. Við, in this context, means “next to/at” (other example where “við” is a preposition of place: “ég bý við Klambratún” – I live next to Klambratun park)
  22. Gegn ranglæti, með réttlæti.: Against injustice, (fighting for) justice!
  23. Tilgangur: A goal or purpose (m)
  24. Raunveruleiki: reality (m) — -leiki words are masculine. -leiki means “having the quality of” (-ly, -ness, -ity)
  25. Reiðubúnir til baráttu: Reiðubúinn til e-s.
    “Prepared for struggle” “prepared for the fight ahead”; “ready”
    – less immediate than “tilbúinn,” (you wouldn’t typically say “ég er reiðubúin að fara”
    “til” always takes genitive.
    “barátta” = struggle; “lífsbarátta” is a feminine noun meaning the struggle for life.

 

And, just in case you were looking for something to watch this week, here´s an episode of Kastljós about abandoned farms and houses in Iceland.

I was watching it while writing this blog 🙂

Til next time–

 

 

Keep learning Icelandic with us!

Build vocabulary, practice pronunciation, and more with Transparent Language Online. Available anytime, anywhere, on any device.

Try it Free Find it at your Library
Share this:
Pin it

About the Author: Meg

Hi, I'm Meg! I'm here to help you learn Icelandic, the language more than anything else in the world. I'm a former Fulbright scholar, with an MFA from Columbia, and I've published many translations into English from Icelandic and German. I currently study Icelandic, and translate poetry by trade. (If you have questions or comments on my entries, you can write them to me in the comments in either English, German, or Icelandic.)